Barnaland.is Dyraland.is Bloggland.is

RSS á vefnum

Ég er búin að vera að bæta við nokkrum RSS feedum í kerfið hjá okkur síðustu daga og lagfæra eldri RSS skrár. Fyrstu RSS skrárnar voru líklegast búnar til fyrir 3-4 árum. Þá var hægt að sækja nýjustu greinarnar og vefdagbókarfærslur hjá börnum. Fyrir nokkru síðan bætti ég við RSS fyrir myndaalbúm eftir að Gísli, Microsoft maður með meiru, óskaði eftir því. 

Í haust var svo bætt við RSS fyrir leitina, því miður raðar hún ekki eftir dagsetningu eins og maður mundir óska með þannig RSS skrá, en ástæðan er minnisleki eins og áður hefur komið fram.

Nú hef ég bætt við nokkrum rss-um í viðbót. Það er hægt að skoða listann á http://barnaland.is/rss/, það er frekar lítil lýsing eins og er. Sumum tilfellum þarf breytur til að fá niðurstöður. RSS merkið er dreift víða um vefinn með réttum breytum þannig að ef þú óskar eftir RSS-i þá geturðu smellt á merkið til að fá það upp.

RSS hlutinn virkar fyrir alla vefina sem við erum með, þú skiptir bara út barnaland.is fyrir eitthvað annað lén. Þannig virkar http://dyraland.is/rss/ , http://babyverden.dk/rss/ o.s.frv.

Einhverjir velta því kannski fyrir sér, tilhvers er þetta RSS. Þetta er mjög þægilegt þegar þú ert að fylgjast með mörgum vefjum og bloggsíðum. Ef þú ferð inná 20 sömu síðurnar hvern dag til að skoða hvort eitthvað nýtt sé komið inn þá ertu að eyða töluverðum tíma í að flakka á milli vefja. Með RSS þá kemur efni á tölvuna þína og þú þarft bara að skoða á einum stað til að sjá hvort eitthvað sé nýtt. Þannig geturðu haldið utan um hundruði vefsíðna án þess að missa af neinu og þú nýtir tíman.

Ef þig vantar forrit fyrir RSS-ið þá mæli ég með FeedReader, hann mjög hraður og bíður uppá það helsta sem maður þarf.

Kveðja
Ingi


Uppfært: 24.11.2006 09:45:20


Hér geturðu rætt um þessa færslu

Barnalandskonur í Sádí-Arabíu?

Í frétt sem ég las segir að aðeins 10% íbúanna í löndum araba hafa aðgang að netinu en fjöldi netverjanna hafi fimmfaldaðist frá árinu 2000. Einnig mun fjöldi bloggara í Sádi-Arabíu hafa þrefaldast í ár og áætlað er að þeir séu nú um 2.000, samkvæmt Internet World Stats, vefsetri sem fylgist með netnotkuninni í heiminum.
Ungar konur eru um helmingur bloggaranna í Sádi-Arabíu, einu af íhaldssömustu löndum heims.
Konurnar notfæra sér þann möguleika að halda nafni sínu leyndu á netinu til að kvarta yfir boðum og bönnum feðraveldisins og birta feminísk ljóð eða hugleiðingar um ástarlífið. Það er nokkuð ljóst að umræða eins og á barnalandi gæti fallið vel í kramið hjá araba konum miðað við þessar upplýsingar. Vill því hvetja alla sem gætu hugsað sér að þýða fyrir okkur á Arabísku að endilega hafa samband og skrá sig hér.

Kv
Thor


Uppfært: 23.11.2006 00:54:01


Hér geturðu rætt um þessa færslu

Ærumeiðandi athugasemdir á netinu

Má til með að vekja athygli á þessari frétt sem birtist í dag á mbl.is. Þetta er mjög áhugavert fyrir okkur sem rekum vefþjónustufyrirtæki, blogg og fleira.

Bandarískir bloggarar og vefþjónustufyrirtæki bera ekki ábyrgð á birtingu ærumeiðandi athugasemda lesenda. Þetta er niðurstaða dóms sem féll í hæstarétti í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. Kona ein í San Diego var lögsótt fyrir níðskrif á vefsíðu hennar um tvo lækna sem hún skrifaði ekki. Samkvæmt úrskurðinum er aðeins hægt að fara í meiðyrðamál við þann sem skrifaði níðið.

Fyrirtækin Google, eBay og Amazon hafa veitt konunni stuðning í málinu, en þessi úrskurður kemur þeim og öðrum veffyrirtækjum vel þar sem hann gæti komið í veg fyrir meiðyrðamál gegn þeim í framtíðinni.

Dómarar í málinu segja úrskurðinn byggðan á tjáningarfrelsislögum, en þeir breyttu fyrri úrskurði áfrýjunardómstóls í San Francisco. Því þýðir ekki að lögsækja þann sem rekur vefsíðuna eða ber ábyrgð á henni ef skrifin eru eftir lesanda. BBC segir frá því.

Fengið af mbl.is - 21.11.2006
Thor


Uppfært: 22.11.2006 23:55:13


Hér geturðu rætt um þessa færslu

Uppfærsla á vélbúnaði 9.nóvember

Vegna uppfærslu á vefþjóni má búast við truflunum á barnalandi.is, fimmtudaginn 9.nóvember. Markmiðið með uppfærslunni er að auka hraðann á vefnum til muna, en nýlega festi Frontur ehf. kaup á tveim nýjum vefþjónum sem koma til viðbótar við þann búnað sem fyrir er. Áætlað er að vefurinn liggi niðri milli kl. 13 og 15. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Kv
Ingi


Hér geturðu rætt um þessa færslu

Leitarvélin á barnaland.is virkar ekki fyrir umræðu flokkinn Annað

Ég þurfti að aftengja leitina fyrir umræðuna Annað inná barnaland.is, ástæðan er að grunnurinn er orðin það stór að hann fyllir minnið á vélinni á örfáum mínútum. Það virðist vera minnisleki sem veldur þessu.

Ég þarf að finna lausn á þessu, en ég geri ekki ráð fyrir að það muni ekki gerast fyrr en eftir helgi. Á morgun fæ ég allann grunninn eins og hann leggur sig og þá verður auðveldara fyrir mig að debuga þetta vandamál.

Smá tölulegar upplýsingar um leitarvélina:
- Leitarvélin er 1.4GB
- Inniheldur yfir 2 milljón færslan
- Þetta á við um umræðuna og greinarnar og vefunum hjá okkur.
- Umræðan Annað á barnaland.is er 1.6 milljón færslur og 800 MB

Kveðja
Ingi Gauti


Hér geturðu rætt um þessa færslu

Uppfærsla á vefnum 8. nóv 2006

Það var gerð uppfærsla á vefnum, milli kl 04:00-07:00 að íslenskum tíma. Það gekk nokkuð vel að koma vefnum í gang eftir uppfærsluna, en þetta var mikil kerfisbreyting. Leitarvélin er núna komin í lag og einnig breytir vefurinn linkum í rétt form, en það var bilað eftir síðustu uppfærslu á miðvikudaginn.

Mesta breyting sést ekki, en formið á því hvernig kerfið birtir heimasíður er mikið breytt og svo eru þýðingar komnar í rétt form. Sem þýðir að nú er hægt að fara að þýða yfir á fleiri tungumál á heimasíðunum.

Kveðja
Ingi Gauti


Hér geturðu rætt um þessa færslu
Rss